UM KOMBUCHA

HVAÐ ER KOMBUCHA?

Kombucha er gerjað te. Einstakur drykkur sem er stútfullur af allskonar gagnlegum efnasamböndum. Náttúrulega kolsýrður, með bragði sem er bæði sætt og skemmtilega súrt. Nafnið er borið fram "kom· BOO·cha"!

Óvíst er um uppruna kombucha en talið er að það hafi fyrst verið bruggað í Kína um 220 f.Kr. og breiddist síðar út til Japans. Snemma á 20. öld var það einnig komið til Rússlands og þaðan breiddist það út um Evrópu. Í dag er hægt að finna kombucha í öllum heimsálfum, þar sem það er gerjað sem heimatilbúinn drykkur.

Vísindamenn eru enn að rannsaka kombucha svo ekki er hægt að staðhæfa neitt ennþá hvað varðar heilsufarslegan ávinning, en unnendur drykkjarins munu segja þér að hann bragðast vel og lætur þeim jafnvel líða vel. Sumir halda því jafnvel fram að þetta sé töfrandi heilsu seiði!

Kombucha Iceland er ljúffengur, hressandi, með lítið koffín og er rík uppspretta góðgerla og gagnlegs gers. Hann inniheldur lítið af sykri og kaloríum og aðeins snefilmagn af áfengi. Kombuchað okkar inniheldur einnig pólýfenól, ensím, vítamín og gagnlegar lífrænar sýrur, sem gerir drykkinn að ofurhlaðnum drykk sem er fullkominn valkostur í staðin fyrir gosdrykki og jafnvel áfengi.

Við búum til kombuchað okkar með því að brugga fyrst úrval af gæða tei og bætum síðan við sykri. Þegar te-ið er búið að ná réttu hitastigi er gerjunarferlið sett í gang, svipað ferli og notast er við til að búa til jógúrt, bjór eða vín. Kombucha örveruþyrping sem þekkist sem sambýli gerla og gers (eða SCOBY í stuttu máli) er það sem knýr gerjunina áfram.

SCOBY er dularfullur og iðjusamur. Fölur, gúmmíkennd skífa sem samanstenur af lifandi gerlum og geri, hann umbreytir te-inu í flókinn, bragðgóðan drykk og neytir mest af sykrinum og koffíninu meðan á gerjunarferlinu stendur. Ef þú finnur einhvern tíma SCOBY í flöskunni þinni skaltu telja þig heppna/inn! Það er óhætt að borða hann eða henda, bara eins og þú vilt.