UM OKKUR
UM OKKUR
Kombucha Iceland er hugarfóstur hjónanna Manuels og Rögnu. Þegar þau eru ekki að búa til kombucha eru þau upptekin við að ala upp dætur sínar þrjár, á sama tíma og þau sinna ýmsum öðrum verkefnum sem tengt verkfræði og mannfræði.
MANUEL
Manuel ólst upp í sveit á Kúbu þar sem foreldrar hans gerjuðu hefðbundna drykki úr staðbundnu hráefni líkt og hrísgrjónum og villtum plómum. Þetta innrætti honum ævilanga forvitni um hvernig þessi dularfullu drykkir voru búnir til.
Eftir að hann flutti til Íslands árið 2006 stundaði hann doktorsnám í efnafræði við Háskóla Íslands þannig að þegar hann fór að leita sér afslappandi dægradvalar fjarri náminu var heimabruggun honum augljóst val. Manuel fannst flókið ferlið sem felst í gerjun svo heillandi að hann henti út uppskriftabókunum sínum og fór að gera tilraunir með sínar eigin formúlur. Þegar hann leitaði að nýjum hráefnum til að brugga rakst hann á þá fornu iðju að gerja te til að búa til kombucha.
Manuel heillaðist af bæði þjóðsögunum og vísindunum á bak við kombucha og byrjaði að drekka það til að fá orku og einbeitingu til að hjálpa honum í gegnum strangar námslotur sínar - og það tókst! Að námi loknu vissi hann að drykkurinn væri eitthvað óvenjulegt sem hann vildi deila með öðrum. Fyrsta kombucha brugghúsið á Íslandi var stofnað.
RAGNA
Ragna er fædd og uppalin á Íslandi og vill að kombuchað sem þau brugga innihaldi sem mest að íslensku hráefni og að sjálfsögðu er hún mjög stolt af íslenska vatninu.
Þótt hún hafi alist upp í Reykjavík er hún náttúruunnandi í hjarta sínu. Hún eyddi öllum sumrum sem barn í sveitinni, umkringd náttúrunni og þessa dagana nýtur hún þess ganga á fjöll og leita að berjum í náttúrunni með Manuel og dætrum þeirra þremur.
Ragna er unnandi menningar og samfélags og er ákafur ferðalangur og hefur búið í Ekvador og á Spáni. Hún er með meistaragráðu í mannfræði og er einnig markþjálfi.
Góður drykkur, gott líf. Skál!